Hafa keypt á annað hundrað félagslegar íbúðir á síðustu vikum

Dagur. B. Eggertsson segir að Reykjavíkurborg líti á það sem skyldu sína að svara þeim hluta samfélagsins sem sé að „klemmast“. Þess vegna ætlar borgin að fjölga félagslegum íbúðum verulega á næstu árum.

Reykja­vík­ur­borg ætlar að fjölga félags­legum íbúðum um 600 á næstu fimm árum. Á síð­ustu vikum hefur borgin keypt um 85 íbúðir til að bæta við slíkum auk þess sem Félags­bú­stað­ir, sem eru í eigu borg­ar­inn­ar, hafa á sama tíma yfir 50. Frá þessu greinir Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, í sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut í kvöld.

Um síð­ustu ára­mót átti Reykja­vík­ur­borg 2.445 félags­legar íbúð­ir. Ljóst er að þeim hefur fjölgað um á annað hund­rað í ár. Til sam­an­burðar áttu þau nágranna­sveita­fé­lög höf­uð­borg­ar­innar sem koma þar næst, Kópa­vogur (436 félags­legar íbúð­ir) og Hafn­ar­fjörður (245 félags­legar íbúð­ir) sam­tals 681 félags­lega íbúð í lok síð­asta árs. Í Garðabæ eru 35 slík­ar, 30 í Mos­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­ar­nesi. Því hefur Reykja­vík­ur­borg, ásamt Félags­bú­stöð­um, keypti næstum tvö­falt fleiri íbúðir  á allra síð­ustu vikum sem munu nýt­ast þeim sem þurfa á félags­legu hús­næði að halda en Garða­bær, Mos­fells­bær og Sel­tjarn­ar­nes áttu sam­tals í heild um síð­ustu ára­mót.

Dagur segir að þrátt fyrir að  Reykja­vík­ur­borg sé með miklu meira af félags­legum íbúðum en hin sveit­ar­fé­lögin vilji borg­in, og líti á það sem skyldu sína, svara þeim hluta sam­fé­lags­ins sem sé að klemm­ast. „Við verðum bara að við­ur­kenna það að þó að ýmis­legt gangi vel í efna­hags­mál­um, þótt það sé upp­sveifla og lítið atvinnu­leysi, þá er fast­eigna­verð að hækka þannig, og leigu­verð er að hækka þannig, að það er ákveð­inn hluti sam­fé­lags­ins sem er að klemm­ast á milli. Þar verða sveit­ar­fé­lögin og opin­berir aðilar að stíga inn.“