Hæstiréttur gagnrýnir dómsmálaráðherra

Þegar málið var flutt fyrir Hæstarétti lagði Jón H.B. Snorrason, saksóknari í málinu, sérstaka áherslu á að annmarkar hefðu verið á stigagjöf hæfnisnefndarinnar þar sem vægi dómarareynslu hefði verið vanmetin 

Í dómi Hæstaréttar er sérstaklega vikið að þessum röksemdum og vitnað í minnisblað Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra, til stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis sem dagsett er 30. maí 2017. Þar segir Sigríður það vera mat sitt að nauðsynlegt sé að gera reynslu af dómarastörfum hærra undir höfði en gert var í mati dómnefndar „þannig að tryggt sé að meirihluti dómenda við Landsrétt hafi haldgóða reynslu af dómarastörfum.“  

Nánar á ruv.is

http://www.ruv.is/frett/haestirettur-gagnrynir-domsmalaradherra