Hækkun sekta fyrir umferðarlagabrot

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef­ur skrifað und­ir nýja reglu­gerð um sekt­ir og önn­ur viður­lög fyr­ir um­ferðarlaga­brot sem tek­ur gildi 1. maí. Reglugerðin er sett með vísan til umferðarlaga nr. 50/1987.

Sektir fyrir umferðarlagabrot hafa margar hverjar verið óbreyttar í rúman áratug og mörgum þótt þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt. Sekt­ir við um­ferðarlaga­brot­um eru til þess falln­ar að veita öku­mönn­um aukið aðhald og stuðla þannig að auknu um­ferðarör­yggi. Nauðsyn­legt er að fjár­hæð sekta end­ur­spegli al­var­leika um­ferðarlaga­brota og þá hættu sem þau skapa. Flestar sektir hækka og margar þrefalt eða fjórfalt á við það sem þær eru núna.   

Það sem hefur vakið sérstaka athygli er að sekt fyr­ir að nota farsíma við stýrið án hand­frjáls búnaðar hækkar áttfalt og verður 40.000 krón­ur í stað 5.000 króna. Ástæða þeirr­ar hækk­un­ar er meðal ann­ars auk­in tíðni slíkra brota og sú hætta sem er sam­fara notk­un farsíma við akst­ur. Samkvæmt bandarískum rannsóknum er 25% allra bifreiðaslysa þar rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á snjallsíma á meðan á akstri stendur. Þar látast fleiri ungir ökumenn vegna ,,textaskilaboða“ en ölvunar. Það er engin ástæða til að ætla að það sé eitthvað betra hér á landi. Það verða og hafa orðið mjög alvarleg slys, banaslys, af völdum þess að ökumenn voru að nota farsíma á meðan á akstri stendur. Samkvæmt viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði kemur fram að flestir vilja umtalsverða hækkun sekta vegna farsímanotkunar.

Lægsta sektar­fjár­hæð frá 1. maí verður 20.000 krón­ur en var áður 5.000 krón­ur (eina und­an­tekn­ing­in er að sekt fyr­ir að hafa ekki öku­skír­teini meðferðis verður 10.000 krón­ur). Hæstu sektirnar hækka líka, þó að hlutfallslega sé hækkunin ekki eins mikil.

Á  vef Samgöngustofu verður hægt að fá allar upplýsingar um sektir fyrir umferðarlagabrotSektarreiknirinn verður uppfærður þar sem notendur geta valið sér skilyrði og fengið út hver refsingin kemur til með að verða fyrir hraðakstur og ölvunarakstur.

Hér má sjá nokkur dæmi um hækkun sekta fyrir umferðarlagabrot frá 1. maí 2018:

Brot

Var

Verður

Ekið yfir löglegum hámarkshraða, hámarkshraði er 30 en ekið er á 67

40.000

90.000

Ekið yfir löglegum hámarkshraða, hámarkshraði er 50 en ekið er á 88

40.000

65.000

Ekið yfir löglegum hámarkshraða, hámarkshraði er 90 en ekið er á 160

150.000

240.000

Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur

5.000

40.000

Ekið gegn rauðu umferðarljósi 

15.000

30.000

Öryggisbelti ekki notað

10.000

20.000

Biðskylda eigi virt

15.000

30.000

Nagladekk án heimildar - fyrir hvern hjólbarða

5.000

20.000

Ökuljós eigi tendruð í dagsbirtu       

5.000

20.000

Neysla áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við akstur

20.000

60.000

Ölvun við akstur (hæstu sektir, vínandamagn í blóði 2,01 eða meira)

240.000

320.000

Akstur bifreiðar til farþegaflutninga í atvinnuskyni án þess að hafa réttindi til þess

15.000

60.000

Brot á sérreglum fyrir reiðhjól

5.000

20.000

Brot á sérreglum fyrir létt bifhjól

5.000

20.000

NÝTT: Hjólað gegn rauðu umferðarljósi 

-

20.000