Hæðist að ráðherra fyrir samning við Ísland

Ruv.is greinir frá

Hæðist að ráðherra fyrir samning við Ísland

David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og harður andstæðingur Brexit, gerir grín að því hvernig Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, tilkynnti um fríverslunarsamning við Ísland til bráðabirgða. Breskir netverjar hafa hæðst að ráðherranum eftir að hann kallaði samninginn „stórtíðindi“ á Twitter-síðu sinni. 
 

Fox greindi frá samningi Bretlands við Noreg og Ísland í gærkvöld á samfélagasmiðlinum Twitter.  Hann notaði  þekkta upphrópun úr enskumælandi fjölmiðlum, „Breaking“, sem vart verður skilið öðruvísi en að ráðherrann hafi talið samninginn stórtíðindi.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/haedist-ad-radherra-fyrir-samning-vid-island

Nýjast