Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, segir í ítar­legri grein í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda á morg­un, um banka­starf­semi og fyr­ir­hug­aða sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í bönk­um, að ástæða sé til þess að fara var­lega. 

Banka­rekstur sé áhættu­samur og fari fram í ákveðnu „skjóli“ rík­is­sjóðs. 

Í grein sinni segir Gylfi meðal ann­ars að það geti einnig verið hættu­legt að selja eign­ar­hlut­ina til hæst­bjóð­anda, þar sem ekki þurfi að fara saman að vera æski­legur eig­andi banka og að kaupa eign­ar­hlut­ina á hæstu verði. „Það er full ástæða til þess að fara var­lega þegar rík­is­bankar eru seldir einka­að­il­um. Þeir sem vilja greiða hæsta verðið fyrir bank­ann, sækj­ast mest eftir því að verða eig­end­ur, eru oft þeir sem síst eru til þess fallnir að eiga og reka banka.“

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2019-01-16-gylfi-hvetur-til-varkarni-vid-solu-banka/