Gylfi ekki með á æfingu liðsins

HM í Rússlandi:

Gylfi ekki með á æfingu liðsins

Gylfi Þór Sigurðsson æfði ekki með íslenska hópnum í morgun er strákarnir okkar undirbjuggu sig fyrir leikinn mikilvæga gegn Nígeríu á föstudag. Þess í stað tók hann létt skokk með Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfara, að því er fram kemur á ruv.is.
.

Engin svör hafa fengist um hvort Gylfi Þór sé meiddur eða mögulega enn stífur eftir leikinn gegn Argentínu á laugardaginn var. Eftir að hafa verið lengi frá væri ekkert óeðlilegt að Gylfi sé aðeins lengur að ná sér en aðrir leikmenn, sérstaklega í ljósi þess að enginn hljóp meira gegn Argentínu en Gylfi.

Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður liðsins meeiddist í leiknum gegn Argentínu, tognaði í kálfa og verður vart meira með liðinu í næstu leikjum.

Nýjast