Gunnlaugur með 1,2 milljónir fyrir starf sem er vanalega ólaunað: Fá 175 milljónir fyrir þjónustu sem er ekki veitt

Gunnlaugur með 1,2 milljónir fyrir starf sem er vanalega ólaunað: Fá 175 milljónir fyrir þjónustu sem er ekki veitt

Stundin greindi frá því nýverið að Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaður Heilsuhælisins í Hveragerði fengi greiddar 1,2 milljónir á mánuði frá stofnuninni fyrir stjórnarsetu. Á sama tíma tíma er hann yfirmaður í lögreglunni. Fyrrverandi starfsmaður, Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson segir í samtali við DV að vanalega sé stjórnarseta í félagasamtökum ólaunuð. Einar segir:

„Þeir eru að taka óeðlilega mikið út úr rekstrinum.“

Þá kemur fram í DV að stofnunin fáu 175 milljónir á ári til að sinna geðþjónustu. Heilsuhælið lokaði hins vegar fyrirvaralaust fyrir þjónustuna í vor. Nú starfar enginn geðlæknir hjá stofnuninni.

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, segir lokunina vera á skjön við samning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar ríkisins. Kallar hún eftir því að annar aðili verði fenginn til að veita þjónustuna. Geðhjálp lítur málið alvarlegum augum. Anna segir í samtali við DV: „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og hef miklar áhyggjur af því að stjórnin ætli sér að hætta með þessa þjónustu sem er á skjön við samninginn. Ég hvet Sjúkratryggingar að skoða málið.“

Nánar er fjallað um málið á vef DV.

Nýjast