Guðni ósáttur: hvað er að íslendingum? „til skammar [...] ger­ir ísland aumk­un­ar­vert“

„Nátt­úra Íslands er ein­stök á jörðinni eins og tungu­málið sem ís­lensk þjóð tal­ar. Nátt­úr­an og tungu­málið hald­ast hönd í hönd og sam­tvinnuð gefa þau okk­ur Íslend­ing­um þjóðarein­kenni sem við þekkj­um hvert í öðru. Landið og tung­an hafa í ell­efu hundruð ár veitt okk­ur af auðlegð minn­inga í orðum sem lýsa mann­lífi kyn­slóð eft­ir kyn­slóð.“

Þannig hefst grein eftir Guðna Ágústsson fyrrverandi ráðherra og alþingismann sem er að finna í Morgunblaðinu í dag. Guðni hefur áhyggjur af þróun íslenskunnar, tungumálsins og gagnrýnir harðlega eigendur íslenskra fyrirtækja sem notast við erlend heiti hér á landi. Guðni segir:

„Alltaf er verið að hneyksl­ast á börn­um, að þau kunni málið verr en við sem eldri erum. En hvað gera svo þeir eldri sem halda utan um fjör­eggið þegar þeir gefa fyr­ir­tæk­inu nafn, ekki síst eft­ir að við urðum ferðamanna­land? At­vinnu­lífið, ekki síst hót­el og ferðamannaþjón­ust­an, nefna fyr­ir­tæk­in í stór­um stíl upp á ensku og stund­um veit maður ekki í hvaða borg maður er stadd­ur hér í Reykja­vík, ekk­ert nema út­lensk nöfn á fyr­ir­tækj­um, sama á við á lands­byggðinni.“

Þá spyr Guðni: „Verðum við ekki að nefna fjöll­in dal­ina og foss­ana upp á ensku? Ég held að þetta sé út­lend­ing­um ekki þókn­an­legt, þeir undr­ast þetta að þjóð sem varðveitt hef­ur elsta tungu­mál Norður­landa og skrifað sögu Norður­landa og tal­ar enn mál Snorra Sturlu­son­ar skuli hegða sér með þess­um hætti.“

Guðni heldur áfram: „Þessi þróun er til skamm­ar og skaðar ís­lensk­una til lang­frama og ger­ir Ísland um margt aumk­un­ar­vert. Það eru full­orðnir karl­ar og kon­ur sem ráða þess­ari för, ekki börn­in, en þau læra það sem fyr­ir þeim er haft.“

Þá segir Guðni að lokum: „Ég skora á mennta­málaráðherra að byrja að taka til í málgarði þeirra full­orðnu og þá þeirra sem stýra at­vinnu­líf­inu. [...] Öll fyr­ir­tæki á Íslandi eiga að bera ís­lenskt nafn [...] Ég bið ís­lensk­unni griða, þetta nafnarugl er það vit­laus­asta og mesta aðför að ís­lenskri tungu í ell­efu hundruð ár.“