Guðni neitaði að taka við bónusgreiðslum

„Ég tel að okkur hafi tekist vel til á þessum tveimur árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, þegar blaðamaður heimsótti hann í höfuðstöðvar KSÍ í vikunni. Starfsfólk KSÍ er á fullu að undirbúa ársþing sambandsins sem fram fer á laugardag.

Þar mun Guðni setja verk sín í dóm aðildarfélaganna. Geir Þorsteinsson er í framboði gegn Guðna og sækist aftur eftir starfinu. Framboð Geirs hefur vakið athygli, enda eru tvö ár síðan að hann kaus sjálfur að láta af störfum og var kjörinn heiðursformaður sambandsins. Taldi hann sig hafa lokið sínum verkum en hlutirnir breyttust fljótt og nú er Geir mættur aftur og sækist eftir gamla starfinu sem Guðni tók við í febrúar árið 2017.

Það vakti athygli þegar Geir Þorsteinsson, þá formaður KSÍ, tók við bónusum eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Um var að ræða bónusa sem samsvöruðu tveggja mánaða launum. Mikil umræða skapaðist um málið.

Nánar á

http://www.dv.is/433/2019/02/08/gudni-neitadi-ad-taka-vid-bonusgreidslum-fra-ksi-eftir-hm/