Guðni ágústsson mundar grillspaðann í þætti kvöldsins

Þátturinn Grillspaðinn er á dagskrá í kvöld kl. 20.15 en þættirnir eru 8 talsins. Umsjónarmaðurinn Sigurður K. Kolbeinsson (Atvinnulífið) fær til sín þjóðþekkta Íslendinga sem sýna listir sýnar við grillið. Fyrstur sem ríður á vaðið er Guðni Ágústsson, fyrrv. landbúnaðarráðherra en hann ætlar að grilla lambafilet fyrir áhorfendur Hringbrautar en auk þess mun Guðni spjalla um reynslu sína af matargerð. Guðni fer á kostum í þættinum og allt er þetta á léttu nótunum. Þessi þáttur er í boði Íslandslambs og kvikmyndatöku annaðist Friðþjófur Helgason. Grillspaðinn verður á dagskrá Hringbrautar vikulega í allt sumar og í næsta þætti verður Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, gestur þáttarins.