Guðmundur tekur við sem forstjóri

Meiri­hluti stjórn­ar HB Granda hf. ákvað á fundi í dag að ganga til samn­inga við Vil­hjálm Vil­hjálms­son, for­stjóra, um starfs­lok hans hjá fé­lag­inu en hann hef­ur setið í for­stjóra­stóln­um frá ár­inu 2012. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HB Granda til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Á sama fundi ákvað stjórn að ráða Guðmund Kristjáns­son, nú­ver­andi stjórn­ar­formann fé­lags­ins, sem for­stjóra. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verk­um á ný og var Magnús Gúst­afs­son kjör­inn nýr stjórn­ar­formaður. 

Nánar á mbl.is

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/06/21/forstjoraskipti_hja_hb_granda/