Guðlaugur Þór segir sátt ríkja um orkupakkann

Egill Helgason skrifar á eyjan.is

Guðlaugur Þór segir sátt ríkja um orkupakkann

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra var í viðtali hjá Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu í dag. Þau ræddu meðal annars um hinn umdeilda þriðja orkupakka sem hefur vakið nokkra úlfúð innan stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin frestaði málinu fyrir jól en Guðlaugur Þór mun leggja fram þingsályktun um samþykkt hans í lok mánaðarins.

Í  þættinum sagðist hann telja að góð sátt ríkti innan Sjálfstæðisflokksins um málið eins og ríkisstjórnin legði það fram, bæði hvað varðar fullveldisafsal og möguleikana á að verði lagður sæstrengur.

„Þú getur sagt með réttu að gras­rótin sem vakti athygli á þessu hafi sigur í þessu máli,“ sagði Guðlaugur í þættinum.

 Nánar á

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/24/gudlaugur-thor-segir-satt-rikja-um-orkupakkann-en-ragnheidur-telur-ad-mikil-atok-seu-framundan-flokknum/

Nýjast