Grunur um skipulagða brotastarfsemi

Skemmtistaðurinn Shooters var meðal staða sem var innsiglaður og lögregla gerði húsleit á í umfangsmiklum aðgerðum sínum að morgni laugardags. Þá var farið í alls átta húsleitir vegna grunsemda um skipulagða brotastarfsemi, þar á meðal skattalagabrot, ætluðu mansali og milligöngu um vændi. Fréttablaðið greinir frá.

Í húsleitunum átta, sem allar tengjast innbyrðis, var lagt hald á gögn, búnað og fjármuni og alls tíu manns yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Rannsókni er samstarfsverkefni lögreglunnar og Skattrannsóknarstjóra.