Grunaður um að reyna drepa unnustu sína úti á granda

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn um hádegisbil gær og er grunaður um að hafa reynt að drepa unnustu sína þá um morguninn. Var árásin hrottalega og beitti maðurinn konuna einnig kynferðisofbeldi. Konan var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. Þar segir að lögregla hafi svo komið konunni í öruggt skjól.

Árásin átti sér stað úti á Granda. Lögreglan fór á vettvang  og var maðurinn þá hvergi sjáanlegur, en hann fannst svo eftir leit í íbúð í öðru hverfi borgarinnar og var þá handtekinn.Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir:

„Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsárás að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps.“ Þá segir á vef Vísis að tekin hafi verið ákvörðun um að svo verði gert.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október.