Grétar þór ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur þroskaskertum konum

Hinn 55 ára gamli Grétar Þór Grétarsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur þroskaskertum konum. DV greinir frá og segir konurnar þekkjast innbyrðis. Samkvæmt heimildum miðilsins er Grétari Þór gefið að sök að hafa brotið á tveimur kvennanna saman. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Grétar Þór liggur einnig undir grun í öðru máli sem enn er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar er um að ræða rökstuddan grun um kynferðis­brot hans gegn kon­u og of­beldi gagnvart barn­ungri dótt­ur­ hennar. Auk þess er Grétar Þór sagður hafa ít­rekað haft samband við kon­una og ná­tengda fjöl­skyldumeðlimi henn­ar með sím­töl­um og smá­skila­boðum.

Samkvæmt greinargerð lögreglustjóra hefur konan átta sinn­um óskað aðstoðar lög­reglu á þriggja mánaða tíma­bili. Í greinargerðinni segir að Grétar Þór hafi ít­rekað komið að heim­ili kon­unn­ar og meðal annars skemmt hurð á íbúðinni og barið á glugga.

Í þessari viku staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann til sex mánaða á hendur Grétari gagnvart mæðgunum. Grétar Þór hefur þegar áfrýjað þeim úrskurði til Landsréttar.

Þekktur meðal aðdáenda Elvis Presley

Grétar Þór er þekktur á meðal aðdáenda Elvis Presley hér á landi og hefur troðið upp á skemmtikvöldum og karókí kvöldum tengdum lögum hans.

Athyglisvert viðtal var tekið við hann og Jósef Ólafsson, formann aðdáendaklúbbs Elvis Presley, um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Viðtalið birtist í Dagsljósi og var tekið af því tilefni að karókí var að ryðja sér til rúms hér á landi.