Greiðsluhlutur aldraðra nú 25% meiri

Nýja fyrirkomulagið á greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu hefur leitt til þess greiðslur aldraðra hafa alls hækkað um 25% og greiðsluþátttaka öryrkja í kerfinu um 16%.

Heildargreiðslur annarra hópa hafa lækkað lítillega, auk þess sem nú hefur verið sett þak á hámarkasgreiðslur, sem var helsti tilgangur breytinganna. Ársgreiðslur almenns notanda í nýja kerfinu geta að hámarki orðið 69.700 kr. en öryrkja og aldraðra 46.463 kr.

Þetta kemur fram í samanburði sem RÚV gerði á greiðslum fyrstu sjö mánuðina miðað við sama tímabil 2016.

Kostnaðarþáttaka sjúklinga er enn mun meiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum og í raun hærri en þessar tölur því lyfjakostnaður reiknast ekki inn í greiðsluþakið.

Um einn og hálfur milljarður króna var settur í breytingarnar í fyrra.