Akstursféð á „fölgráu svæði”

Gestir Lindu Blöndal í nýjum Þjóðbrautarþætti í gærkvöld voru þau Erla Bolladóttir, Brynjar Níelsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Árni Þráinn Baldvinsson og Una Jónsdóttir, en þátturinn er endursýndur í dag.

Fjallað er um niðurstöðu Davíðs Þórs Björgvinssonar sem fulltrúi ákærusvaldsins og settur saksóknari í Guðmundur og Geirfinnsmálinu krefst þess að allir verði sýknaðir í Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð Davíðs Þórs. Linda ræðir við Erlu Bolladóttur sem undirbýr málshöfðun gegn íslenska ríkinu.

Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki sem situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG ræddu styrki til Alþingismanna vegna aksturs og búsetu - gráu svæðin og  „fölgráu svæðin”.

 

Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.760 í fyrra. Þeim þyrfti hins var að fjölga 17.000 árin 2017- 19 til að bæta úr húsnæðisvandanum segja sérfræðingar Íbúðalánasjóðs. Rætt er við Unu Jónsdóttur hagfræðing sem sér um nýja leigumarkaðsdeild sjóðsins.

Hljómsveitin MEIK treður upp sem KISS á morgun á Hard Rock. Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari Skálmaldar, alvitur um glamrokksveitina fornu kemur á Þjóðbraut en Þráinn á stærsta plötusafn KISS á Íslandi og þekkir framleiðslunúmer platnanna líka. Þráinn sýnir okkur KISS gítarinn sinn.