Grár dagur í dag – mikið svifryk næstu daga

Í dag er svokallaður „grár dagur“ á höfuðborgarsvæðinu, og því frítt í Strætó fyrir handhafa Strætó appsins. Þetta er vegna þess að búist er við að styrkur svifryks fari yfir heilsuverndarmörk í dag, líkt og gerðist í gær. Reykjavíkurborg býst við því að það sama verði uppi á teningnum á næstunni og hvetur því fólk til að hvíla bílinn næstu daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar er áréttað að sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra, og mældist styrkur þess í gær við Njörvasund/Sæbraut 53 míkrógrömm á rúmmetrar.

Í tilkynningunni segir einnig að áætlað sé að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli Reykjavíkur í dag eða á morgun. Þá eru eigendur bifreiða sem eru á nagladekkjum hvattir til að skipta yfir á sumardekk eins fljótt og auðið er, þar sem ekki leyfilegt að aka um á nagladekkjum eftir 15. apríl.