Góður straumur í íbúakosningunni

Íbúakosning á Selfossi:

Góður straumur í íbúakosningunni

Á hádegi höfðu 890 íbúar í Árborg greitt atkvæði um nýtt miðbæjarskipulag á Selfossi segir í frétt á vef RÚV. „Það hefur verið góður straumur í allan morgun. Þetta er heldur meiri kosningaþátttaka heldur en í kosningunum sem voru í maí,“ segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar í Árbor við fréttastofu RÚV. Kosning utankjörfundar hefur einnig verið góð.

Það stefnir í meiri en 29 prósent kjörsókn sem gerir þá kosninguna bindandi fyrir bæjarstjórn. Ef kosninginn er minni  verður niðurstaða kosninganna ráðgjafandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar.

 

 

 

 

 

http://www.ruv.is/frett/um-900-ibuar-kosid-um-nyjan-midbae-a-selfossi

Nýjast