Goðsögnin jón óttar ragnarsson er gestur mannamáls í kvöld

Það hefði sjálfsagt verið auðvelt fyrir mig að halla mér upp að Sjálfstæðisflokknum og láta hann bjarga mér út úr vanda Stöðvar 2 í minni stjórnartíð, en ég gat ekki hugsað mér að fara þá leið – og því fór sem fór.

Svona kemst Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi Stöðvar 2 að orði í viðtalsþættinum Mannamáli í kvöld, en óhætt er að segja að þar komi hann til dyranna eins og hann er klæddur og ræðir af einlgni og hispursleysi um Ameríkuárin sín sem eru að verða 30, æskuárin á reynimelnum innan um helstu snillinga þjóðarinnar, stofnun og mótun Stöðvar 2 með mörgu skemmtilegasta og mest skapandi fólki Íslands, ofvirknina sína í einu og öllu – og kvennamálin.

Þátturinn er tvöfaldur, minna má það ekki vera í tilviki Jóns Óttars, en seinni þátturinn verður sýndur eftir rétta viku.