Góð ráðning hjá KSÍ

Hjörvar Hafliðason í viðtali við Bylgjuna

Góð ráðning hjá KSÍ

Hjörvar Hafliðason
Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason gaf ráðningu Eric Hamrén góða einkunn í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann hefði náð frábærum árangri með félagslið í Danmörku og Svíþjóð og einstökum árangri með sænska landsliðið. Að mati Hjörvars er íslenska landsliðið í smá krísu sem stendur - liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu sjö leikjum sem það hefur leikið og framundan eru augljós kynslóðaskipti. Hann telur Eric Hamrén rétta manninn til að takast á við þessa áskorun. 

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér

Nýjast