Gleðjum konurnar í lífi okkar

Gleðjum konurnar í lífi okkar

Mynd: Blómagallerí
Mynd: Blómagallerí

Konudagur er fyrsti dagur fornnorræna mánaðarins góu, sem er sunnudagurinn í átjándu viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Við höfum haldið uppá konudaginn í áratugi og er hann einn af þjóðlegum tyllidögum okkar. Sú hefð að menn gefi konum blóm í tilefni konudagsinns virðist hafa hafist um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þá tóku blómasalar að auglýsa konudagsblóm. Gaman er að geta þess að Þórður á Sæbóli í Kópavogi mun hafa verið upphafsmaður þess en fyrsta blaðaauglýsingin sem hefur fundist frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957.

Komdu konunum í lífinu þínu á óvart

Sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi er konudagurinn og þá er tilefni til að gleðja konurnar í lífi okkar. Hægt er að gera það á marga vegu, bæði með fallegum gjöfum og upplifunum sem búa til góðar minningar. Fjöldi veitingastaða eru með girnileg tilboð í tilefni konudagsins og bjóða fram sælkeramáltíð í tilefni dagsins. Blómasalar eru í sínu fínasta pússi og töfra fram hina fegurstu blómvendi. Bakararnir leggja sig fram við að baka konudagskökuna sem bráðnar í munni og fjölmargar verslanir bjóða uppá fallegar hönnunarvörur, flíkur og hvaðeina sem hugurinn girnist í tilefni dagsins. Einnig er dásamleg tilfinning að geta komið konunni á óvart með spennandi upplifun, til dæmis þyrluferð, heimsókn í jarðböð, morgunverð í rúmið, ljúffengum dögurði eða óvissuferð út í náttúruna. Það eru margar leiðir færar til að gleðja. 

Hér eru brot af hugmyndum að frumlegum og skemmtilegum gjöfum sem vert er að skoða í tilefni dagsins:

 • Þyrluflug
 • Ferð til Parísar í borg elskenda
 • Blómvönd – segðu það með blómum
 • Morgunverður og dekur í rúmið
 • Dögurður á sunnudegi til sælu
 • Bakkelsi og kaka ársins
 • Út að borða á rómantískum stað
 • Rómantísk stund í sveitinni, gisting á hóteli
 • Rómantísk stund heima
 • Gefa henni fallegt skart
 • Gefa henni falllegan feld eða hanska
 • Gefa henni fallega flík
 • Leikhúsferð
 • Tónleikar
 • Heimsókn í jarðböð eða bjórböð
 • Spa og nudd
 • Bíóferð

Hvað sem menn velja til að gleðja konurnar í lífinu sínu er það fyrst og fremst kærleikurinn sem skiptir máli. „Líf án kærleika er eins og ávaxtatré sem hvorki ber blóm né aldin.“ (Kahil Gibran)

 

Nýjast