Gleðibankinn kaupþing

Þú leggur ekkert inn, tekur bara út,“ sungu Pálmi, Helga og Eiríkur 1986 og íslenska þjóðin mátti heita í sálrænu áfalli þegar Gleðibankinn endaði í 16. sæti. Það liðu tveir áratugir þangað til þessi stórmerkilegi banki öðlaðist þann glæsta sess, sem okkur fannst öllum að hann ætti skilið, en að vísu undir öðru heiti.

Líkindi Kaupþings og Gleðibankans fóru greinilega ekki fram hjá Þórði Snæ Júlíussyni þegar hann var að skrifa bók sína, Kaupthinking, sem nú er nýkomin út. Hann notar textalínuna hér í upphafi sem kaflaheiti og þótt hann geri ekki meira úr þessari samlíkingu, fer ákveðinn óhugnaðarhrollur um mann við tilhugsunina. Í Kaupþingi leið tíminn hratt á gervihnattaöld og menn græddu hraðar sérhvern dag og jafnvel líka sérhvert kvöld. Hins vegar  varð víst enginn tiltakanlega hugsi útaf öllum gulu miðunum.

Góður rannsóknablaðamaður þarf einkum að hafa tvennt til að bera: annars vegar færni til að setja sig nógu vel inn í viðfangsefnið til að skilja það sjálfur, hins vegar þarf hann hæfni til að koma upplýsingunum frá sér í nægilega einföldu og skýru máli.

Nánar á

http://herdubreid.is/gledibankinn-kaupthing/