Gjaldtaka fyrirhuguð á þessum stöðum: „við þurf­um að hugsa út fyr­ir boxið“

Gjaldtaka mun verða í ákveðin tíma fyrir að aka Sundabraut. Þá verður gjald fyrir að aka yfir nýja brú yfir Ölfúsfljót. Um tvöföld Hvalfjarðargöng, einnig um jarðgöng um Reynisfjall og Axarveg.

Er um að ræða samvinnuverkefni einkaaðila og ríkis og verður þá gjaldtaka í afmarkaðan tíma. Síðar verður eignarhald innviða afhent ríkinu í lok samningstíma.

Þetta kemur fram á vef mbl.is, en Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, tilkynnti þeta í morgun á fundi ráðuneytisins þar sem hann kynnir uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. Sigurður Ingi sagði:

„Við þurf­um að hugsa út fyr­ir boxið hvað varðar fjár­mögn­un Að öðrum kosti verðum við mjög lengi að þessu; við verðum 50 ár að klára verk­efni sem við ætl­um að klára á næstu 15 árum.”