Gísli marteinn gagnrýnir sjálfstæðisflokkinn

Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur fram gagnrýni á sinn gamla flokk og fulltrúa hans í minnihlutanum, þær Hildi Björnsdóttur og Katrínu Atladóttur á Twitter í dag.

Segir Gísli að afstaða þeirra til byggðar í Skeifunni og rammaskipulags í Kringlunni og Skerjafirði hafi ekki legið ljósar fyrir kosningar og því komi honum á óvart sú afstaða flokksins að mótmæla áformum um 3000 íbúðir á þessu svæði.

Þá nefnir Gísli að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um breikkun gatna sé „harðasta hraðbrautarstefna“ sem sést hafi síðan 1964 og þær séu „fjandsamlegar“ öðrum samgöngumátum:

„Að auki vill XD breikka Grensásveginn á ný, ‘rýmka’ Bústaðaveginn (væntanlega 2+2) og breikka Kringlumýrarbraut og Miklubraut, því þessar götur séu orðnar of þröngar. Þetta er harðasta hraðbrautarstefna sem boðuð hefur verið í Rvk síðan 1964 og fjandsamleg öðrum samgöngumátum.“

Nánar á eyjan.dv.is

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/07/13/gisli-marteinn-gagnrynir-sjalfstaedisflokkinn-og-gatnastefnu-eythors-arnalds-hildur-kannast-ekki-vid-ord-oddvitans/