Gestir í landmannalaugum fá gífurleg útbrot og kláða - „enn er mögu­leiki á að smit­ast“

Umhverfisstofnun hefur borist tilkynningar um að gestir nátturulaugarinnar í Landmannalaugum hefi fengið gífurleg útbrot vegna svokallaðs sundmannakláða. Í tilkynningu frá umhverfisstofnun segir að það séu sundlirfu fuglablóðagða sem hafa valdið útbrotunum sem gestir laugarinnar hafa fengið. 

„Kláðaból­ur mynd­ast þegar of­næmis­kerfi lík­am­ans hef­ur tek­ist að stöðva lirf­urn­ar. Sýni menn ekki of­næmisviðbrögð hef­ur lirf­unni tek­ist að kom­ast óáreittri inn í lík­amann, en þar drepst hún fljót­lega. Blóðögðurn­ar finn­ast í and­fugl­um eins og stokkönd og duggönd sem eiga til að dvelja á svæðinu í Land­manna­laug­um,“ seg­ir umhverfisstofnun.

Að sögn umhverfisstofnunar hefur stofnunin hafið samráð við sóttvarnarlækni vegna málsins. Er nú verið að vinna í því að koma í veg fyrir að fleiri gestir laugarinnar smitist af sundmannakláða, en vara samt fólk við því að það geti enn smitast heimsæki fólk laugina.

„Ekki hef­ur tek­ist að koma í veg fyr­ir það á þessu ári og þurfa því baðgest­ir að hafa það í huga að enn er mögu­leiki á að smit­ast af sund­mannakláða.“

Þeir sem sýna ónæmisviðbrögð sitja uppi með slæman kláða og það eitt og sér er oftast mjög óþægilegt. Hitt er þó talið alvarlegra þegar engin útbrot myndast, því þá hafa lirfurnar komist inn í líkamann þar sem þær drepast samt fljótlega án þess að ná fullum þroska.