George Clooney á leið til Íslands - Kvikmynd á vegum Netflix tekin upp hér á landi

George Clooney á leið til Íslands - Kvikmynd á vegum Netflix tekin upp hér á landi

Leikarinn George Clooney er sagður væntanlegur hingað til lands í haust vegna kvikmyndar sem hann mun bæði leikstýra og leika aðalhlutverkið í. Myndin er byggð á bókinni Good Morning Midnight og er hún framleidd af Netflix. Tökur á myndinni munu fara fram á Bretlandi og Íslandi og er talið að tökur hefjist í október. Nú þegar er byrjað að leita að aukaleikurum hér á landi. 

Bókin Good Morning Midnight er skáldsaga sem fjallar um tvo einstaklinga sem lifa af heimsendi. Annar þeirra er vísindamaður sem er fastur á heimskautinu en hinn er geimfari sem er fastur í geimskipi á sporbaugi jarðar.  Lily Brooks-Dalton skrifaði bókina.

Fyrirtækið True North er sagt sjá um að aðstoða við tökur myndarinnar hér á landi, en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað staðfesta neitt um komu leikarans til landsins.

Nýjast