Gauta líst ekki á meiðsli gylfa

Enn var kki ljóst í morgun hveersu alvarleg meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar eru, en hann kenndi sér meins í hné eftir viðureign Everton og Brighton í leik í ensku úrvaldsdeildinni um helgina. Óttast er að meiðslin séu það alvarleg að Gylfi geti ekki keyppt með íslenska landsliðinu á HM í sumar.

Í frétta­til­kynn­ingu Evert­on kom fram að Gylfi hefði átt að fara til skoðunar hjá sér­fræðingi í gær­kvöld en niður­stöður úr þeirri skoðun liggja enn ekki fyrir. Í tilkynningunni segir að svo gæti farið að Gylfi yrði frá keppni í nokkr­ar vik­ur vegna meiðsl­anna. .

Morg­un­blaðið leitaði álits hjá Gauta Grét­ars­syni sjúkraþjálf­ara, sem þjálfaði Gylfa þegar hann var yngri, en Gauti sagði í raun ómögu­legt að segja strax til um hvers kyns meiðslin væru og hve lengi Gylfi kæmi til með að vera frá keppni.

„Það er nátt­úr­lega verst að hann skuli hafa verið lát­inn spila áfram eft­ir þetta. Þetta er áverki og svo er hjakk­ast á þessu, og það safn­ast upp vökvi. Maður veit ekk­ert um það hver staðan er, vökvinn er bara svo mik­ill fyrst á eft­ir að það er ekki hægt að skoða þetta. En þegar eitt­hvað svona ger­ist og menn hjakk­ast á þessu áfram er alltaf hætta á að skemma eitt­hvað meira,“ sagði Gauti við Morg­un­blaðið.