Gagnrýnir lokun geðteymis

Auður Axelsdóttir hefur birt bréf vegna lokunar Geðheilsu-eftirfylgdar (Geðteymisins GET) þann fyrsta september sl. Formaður Hugarafls sendi bréfið á fjölmiðla.

Auður skrifar:

 „Í gær lauk ég mínum síðasta degi í starfi sem forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar, geðteymisins GET sem hefur starfað í 15 ár undir minni forstöðu en nú hafa heilbrigðisyfirvöld ákveðið að leggja niður teymið, eins og margur veit eða öllu heldur ákveðið að styðja Heilsugæsluna í að leggja niður teymið. Heilsugæslan vill þannig m.a. rýma fyrir annarri nálgun og breyta eftirfylgdinni sem boðið verður uppá í Heilsugæslunni. Breytingar geta sannarlega verið af hinu góða en því miður tel ég hér að í raun sé um afturför að ræða og kannski svolítinn misskilning á því hvað samfélagsleg geðþjónusta feli í sér samkvæmt alþjóðlegri stefnumótun og áliti Sameinuðu þjóðanna síðan 2017. En nóg um það.

GET hefur notið þess að starfa með Hugarafli öll árin, því við sem stofnuðum Hugarafl árið 2003 ákváðum að það væri mjög viðeigandi að fagmenn og einstaklingar með reynslu af geðrænum erfiðleikum störfuðu saman á jafningjagrunni. Þáverandi ráðherra; Jón Kristjánsson studdi framtakið og festi í sessi árið 2005; hann vildi hleypa nýjum ferskum vindum inn í geðheilbrigðisþjónustuna og efaðist ekki um gildi þess. Valdefling hefur verið leiðarljósið öll 15 árin og að sama skapi batanálgunin”, skrifar Auður.

Bréfið í heild má lesa hér