Ólafur: „hvaða strik eru þetta sem farið er yfir? hver dregur þessi strik?“

„Nú er það stað­fest, Bára Hall­dórs­dóttir fór yfir strikið þegar hún tók upp sam­töl og drykkju­raus sex þing­manna. Það er líka stað­fest að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir fór yfir strikið þegar hún sagði að uppi væri rök­studdur grunur um að Ásmundur Frið­riks­son hefði dregið sér fé með því að rukka óhóf­lega fyrir not af eigin bíl. Hat­ari fór líka yfir strikið þegar liðs­menn sveit­ar­innar drógu upp [p]alest­ínska fán­ann á loka­kvöldi Eurovision.“

Þannig hefst grein Ólafs Páls Jónssonar, prófessors í heimspeki, á Leslista Kjarnans. Hann nefnir fleiri dæmi um fólk sem hafi farið „yfir strikið“ í gegnum tíðina, til að mynda Rosa Parks, Gandhi, Greta Thunberg og 25.000 konur á Íslandi þann 24. október árið 1975 þegar þær lögðu niður störf.

Hann veltir því fyrir sér hver ákveði hvar strik séu dregin. „Þegar ein­hver fer yfir strikið líður yfir­leitt ekki á löngu áður en sá dómur er upp kveð­inn að hegð­unin hafi verið óvið­eig­andi, ef ekki hrein­lega brot á regl­um. En hvaða strik eru þetta sem farið er yfir? Hver dregur þessi strik? Og hvaða hags­munum þjóna þau?“

„Strikin sem farið var yfir í þeim dæmum sem ég nefndi hér að framan voru strik í kringum forrétt­indi hinna ríku, hinna hvítu, karl­anna, eða hinna full­orðnu. Þeir sem draga strikið eru þeir sem hafa völdin og þeir sem hafa völdin kæra sig ekki um að láta þau af hendi. Strikið er tákn um rétt­læti – en ekki rétt­læti eins og það birt­ist í brjóstum rétt­sýnna mann­eskja heldur rétt­læti sem end­ur­spegl­ast í stofn­un­um, hefðum og venjum sam­fé­lags sem oft er langt frá því að vera rétt­látt,“ segir Ólafur og sýnist réttlæti striksins vera á þá leið að það komi hinum sterka vel.

Hann telur að hefð­ir, venj­ur, stofn­anir og siðir séu ævin­lega börn síns tíma. „[T]ím­arnir breyt­ast og hversu langt sem sam­fé­lag­inu hefur miðað á veg­ferð sinni í átt að rétt­læti, þá er mark­inu aldrei náð. Rétt­nefnt lýð­ræði amast ekki við því að farið sé yfir strik­ið, þvert á móti hvetur það borg­ar­ana til að fara yfir strik­ið, ef svo ber und­ir. Ein­ungis með því að fara yfir strik­ið, er hægt að kom­ast að því hvar það er og hvort það hafi verið dregið á ásætt­an­legum stað.“

„Þegar Rósa Parks fór yfir strik­ið, þá var það til að láta í ljósi þá skoð­un, sem var ekki bara hennar heldur fjöl­margra ann­arra, að það strik sem mark­aði kyn­þátta­að­skilnað í Banda­ríkj­unum væri dregið á kol­röngum stað. Þegar Bára Hall­dórs­dóttir ýtti á REC á sím­anum og sendi svo upp­tök­urnar til fjöl­miðla, var það vegna þess að henni fannst að það væri eitt­hvað mjög athuga­vert við það hvernig menn sem gegndu æðstu trún­að­ar­störfum fyrir þjóð­ina töl­uðu um sam­starfs­fólks sitt, kon­ur, fatlað fólk og eig­in­lega alla sem ekki voru þeirra eigin aðhlæj­end­ur. Þegar Þór­hildur Sunna sagði að það væri rök­studdur grunur um að Ásmundur Frið­riks­son hefði dregið sér fé, þegar hann rukk­aði end­ur­greiðslur fyrir akstur sem sam­svar­aði því að hann keyrði 130 km á dag hvern ein­asta dag árs­ins, þá var hún ekki að hugsa um að halda sig innan þess striks sem mark­aði prúð­mennsku þing­manns. Henni fannst rétt­lætið og virð­ing þings­ins í húfi,“ bætir Ólafur við.

Að lokum segir hann lýð­ræði ekki vera stjórn­ar­far prúð­mennsku. „Það er stjórn­ar­far sem einkenn­ist af gagn­rýni, ögrun við vald í öllum sínum mynd­um, en vita­skuld líka við­ur­kenn­ingu á rétt­mætu yfir­valdi. En hið rétt­mæta yfir­vald er ekki rétt­læti hins sterka. Hið rétt­mæta yfir­vald er end­ur­ómur þeirrar raddar sem hljómar veikast og af mestri hóg­værð í mergð­inni.