Fyrsta íslenska sýnagógan á Íslandi

Dregur til tíðinda í trúmálum þjóðarinnar:

Fyrsta íslenska sýnagógan á Íslandi

Fyrsta íslenska sýnagógan, trúarmiðstöð gyðinga, verður brátt sett á laggirnar í Reykjavík, en hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með stofnun sýnagógunnar í huga.

Að því er hermt er á visir.is í dag verður Avi þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins.

Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum.

Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.

Nýjast