Fyrsta íbúð bjargs íbúðafélags afhent í dag

Fyrsta íbúð húsnæðissjálfseignastofnuninar Bjargs verður afhent í Grafarvogi í dag, en alls verða 68 íbúðir afhentar í júní og júlí. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í ASÍ og BSRB, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25% af heildartekjum leigjenda, að teknu tilliti til húsnæðisbóta. 

Alls ætlar félagið að byggja yfir 1400 íbúðir á næstu þremur árum fyrir félagsmenn sína. Fyrsti leigjandinn er einstæð tveggja barna móðir sem hefur búið í foreldrahúsum með börn sín.