Fyrst harmleikur, síðan farsi

Ef fjórir menn brjótast inn og þrem þeirra tekst að forða sér áður en lögreglan kemur á vettvang, á löggan þá að sleppa hinum fjórða? Það virðist vera skoðun þeirra sem telja að rangt hafi verið að draga Geir Haarde fv. forsætisráðherra fyrir Landsdóm eftir hrun úr því að þrír aðrir meintir sökudólgar sluppu – eða öllu heldur var sleppt. En bíðum við. Ef fjórir menn brjótast inn, löggan kemur á vettvang og gómar alla fjóra en sleppir þrem í fáti, á hún þá einnig að sleppa hinum fjórða? Ætti hún ekki heldur að sækja hina þrjá? – einkum ef í ljós kemur að hinn fjórði er fundinn sekur.
 
Mildur dómur
Kröfur um að Alþingi eða einstakir þingmenn biðji fv. forsætisráðherra afsökunar hlýtur að þurfa að skoða í ljósi þess að hann var fundinn sekur um brot gegn stjórnarskránni og einnig að Mannréttindadómstóll Evrópu fann ekkert athugavert við málsmeðferðina og sýknaði því ríkið af kröfum ráðherrans. Dómurinn yfir honum var mildur miðað við aðstæður enda fór Landsdómur allhörðum orðum um embættisfærslu hans að ýmsu leyti þótt dómurinn sýknaði hann af flestum ákæruliðum. Þetta fékk fólkið í landinu þó ekki að heyra milliliðalaust þar eð hvorki var útvarpað né sjónvarpað frá réttarhaldinu öndvert því sem tíðkast í öðrum löndum. „Hafi einhvern tímann verið ástæða til að … senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu … Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir upp í vitnastúku án milliliða.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, nú forsti Íslands.
Nánar á