Fyrrverandi ráðherra fékk 8,7 milljónir fyrir að skrifa skýrslu: sjáðu hvað fór í fargjöld, dagpeninga og hótel

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrir Sjálfstæðisflokkinn fékk 8,7 milljónir fyrir gerð skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Frá þessu greinir Fréttablaðið í dag. Heildarkostnaðurinn var 12,2 milljónir króna.

Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að skýrslan sé greidd af norrænu ráðherranefndinni en framlag Íslands til þeirrar nefndar á árinu 2019 er um 204 milljónir króna.

Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands var Ragnheiði innan handar. Ragnheiður og Berglind ferðuðust um Norðurlöndin og hittu m.a. sérfræðinga og ráðherra, forstöðumenn stofnana

Fékk Berglind eina milljón fyrir sitt framlag.

Var kostnaður við ferðalög 1,3 milljónir og sundurliðast þannig:

Fargjöld 587 þúsund.

Dagpeningar 172 þúsund.

Dvalarkostnaður 417 þúsund.

Keyptar máltíðir 59 þúsund

Útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund.

Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu.