Fylgi sjálf­stæðis­flokks­ins óá­sætt­an­legt

Jón var kjör­inn rit­ari á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins fyrr í dag. Hann er þingmaður flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi og hef­ur setið á þingi síðan 2007. Jón var sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra árið 2017.

Þetta er brot úr frétt á vef mbl.is – Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur dalað að und­an­förnu. Jón seg­ir að nauðsyn­legt sé að snúa þeirri þróun við. 

„Fylgið er ekki ásætt­an­legt eins og það er að mæl­ast í dag en í því fel­ast tæki­færi og við mun­um fyrst og fremst horfa á tæki­færi og reyna að rækta þau og kalla heim til okk­ar aft­ur þá sem hafa tíma­bundið, vona ég, fallið frá því að styðja flokk­inn. Ég hef fulla trú á því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi mikið inni. Hann á er­indi við alla þjóðfé­lags­hópa, hvar sem er á land­inu og alla ald­urs­hópa, kon­ur og karla.“

Þetta er brot úr frétt á vef mbl.is – Hér má lesa fréttina í heild sinni.