Fylgi ríkisstjórnarinnar er komið niður í 41.8% samkvæmt könnun MMR

MMR könnun

Fylgi ríkisstjórnarinnar er komið niður í 41.8% samkvæmt könnun MMR

Ríkisstjórnin heldur áfram að tapa fylgi samkvæmt könnun MMR sem unnin var dagana 11. til 14. mars.

Fylgið minnkar um eitt prósentustig frá síðustu könnun. Núverandi ríkisstjórnarflokkar höfðu samtals 52.8% fylgi í kosningunum í október 2017.

 

Meðal þess sem er athyglisvert við niðurstöður þessarar könnunar:

 

  • Framsóknarflokkurinn tapar meira en tveimur prósentustigum frá síðustu könnun, að mestu  yfir til Miðflokksins. Áhrif Klausturmálsins virðast vera að fjara út.
  • Píratar eru í mikilli sókn, mælast með 13.6% sem er rúmum 3 prósentum meira en í síðustu könnun
  • Viðreisn mælist með 9.4% en var með 8.1% síðast. Flokkurinn fengi 7 þingmenn í stað 4 í kosningunum.
  • Flokkur fólksins er nú með 4.7% sem þýddi að hann kæmi ekki manni á þing. Tapar því 4 þingsætum frá kosningunum.
  • Vinstri græn tapa 3 þingsætum frá kosningunum sem leiddi til þess að ríkisstjórnin hefði ekki meirihluta þingmanna á bak við sig. Auk þess sem 2 þingmenn VG eru ótryggir.
  • Evrópusinnaðir flokkar, Samfylking, Píratar og Viðreisn, næðu 27 þingmönnum samkvæmt könnun MMR.
  • Vinstri græn eru komin niður í að vera fjórði stærsti fokkurinn á þingi úr því að vera næst stærstur. Þingmannafjöldi færi úr 11 í 8.
  • Sósíalistaflokkur Íslands er fjarri því að koma manni á þing, fengi einungis 2.5%.

 

Nýjast