Fylgi miðflokksins fellur um 7 prósentustig

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR hefur fylgi Miðflokksins fallið um sjö prósentustig. Flokkurinn mælist nú með 5,9 prósentustig en var með 13,1 prósent í síðustu könnun Framsókn bætir aftur á móti við sig 5 prósentustigum frá síðustu könnun og mælist nú með 12,5 prósent fylgi. 
 

Könnun MMR var gerð dagana 5. til 11. desember eða viku eftir að Klaustursmálið svokallaða kom upp.

Tveir þingmenn MIðflokksins ákváðu að fara í launalaust leyfi eftir  að hljóðupptöku af samtölum fjögurra þingmanna flokksins var lekið til fjölmiðla. Þingmennirnir hafa nú ráðið sér lögmann og ætla hugsanlega að höfða mál á hendur Báru Halldórsdóttur sem tók samtal þeirra upp.  

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi eða 22 prósent og bætir við sig. Samfylkingin er með tæp 17 prósent og Píratar bæta við sig þremur prósentustigum og eru nú með rúm 14 prósent. Vinstri hreyfingin grænt framboð bætir sömuleiðis við sig, samkvæmt könnun MMR, mælist nú tæp 13 prósent.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/fylgi-midflokksins-fellur-um-7-prosentustig