Fundað vegna sendiherramáls í janúar

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd mun funda um sendi­herra­málið svo­kall­aða í jan­ú­ar. Þetta segir Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. 

Í frétt RÚV um málið mun nefndin ekki funda í dag vegna þess að þeir Gunnar Bragi Sveins­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafa ekki svarað ítrek­uðum boðum um að mæta til fund­ar­ins.

Á fund­inn var einnig búið að boða Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Guð­laug Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra. Guð­laugur Þór er erlendis í dag, sam­kvæmt RÚV, og hefði því ekki kom­ist á fund nefnd­ar­inn­ar.

Gunnar Bragi og Sig­mundur Dav­íð, sem báðir eru þing­menn Mið­flokks­ins, sátu á Klaust­ur­barnum í lok nóv­em­ber þar sem gerð var upp­taka af sam­tali þeirra og fjög­urra ann­arra þing­manna. G­unnar Bragi heyr­ist á upp­tök­unni ræða hrossa­kaup um skipan Árna Þórs Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Vinstri grænna, og Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem sendi­herra.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-12-12-funda-um-sendiherramalid-i-januar/