Frumvarp um þungunarrof samþykkt: Fagnaðarlæti brutust út á Alþingi

Frumvarp um þungunarrof samþykkt: Fagnaðarlæti brutust út á Alþingi

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof hefur verið afar umdeilt. Kosið var um frumvarpið í dag. Niðurstaðan var sú að frumvarpið var samþykkt.

Í frumvarpinu var lagt til að konum yrði veittur fullur ákvörðunarvald um það hvort þær ali barn fram að lokum 22. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja. Í dag geta konur fengið undanþágu og farið í þungunarrof fram að 22. viku ef sýnt þykir að fóstrið eigi ekki mikla möguleika á að lifa eða verði mikið fatlað. Nýja frumvarpið leggur til að kona geti ákveðið þetta af hvaða ástæðu sem er sjálf, þótt barnið teljist ekki ólífvænlegt.

Í dag var kosið um hvort frumvarpið ætti að verða að lögum og var það eins og áður segir samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Brutust út mikil fagnaðarlæti í salnum þegar frumvarpið var samþykkt.

Nýjast