Frumkvæði nýs forseta

Suður-Kórea býður af fyrra bragði til samráðs og viðræðna

Frumkvæði nýs forseta

Ráðmenn í Norður-Kóreu þykja að öllu jöfnu ekki viðræðugóðir en engu að síður hafa stjórnvöld í Suður-Kóreu gegið til kynna að þau vilja bjóða Norður-Kóreu til tvíhliða viðræðna án aðkomu annara ríkja.

Stjórnmálaskýrendur minna á að nýr forseti Suður-Kóreu Moon Jae-in er af öðru sauðahúsi en forveri hans í því starfi. Moon Jae-in hefur sagt við stjórnareindreka erlendra ríkja í Suður-Kóreu að mál sé til komið að Kóreumenn sjálfir hittist án afskipt og aðildar Kína og Bandaríkjanna.

Mooon Jae-in sýnir mikið hugrekki því afar deildar meiningar eru í Suður-Kóreu um hvort nokkuð gagn sé af viðræðum við Norður-Kóreu. Forsetinn þarf fyrst að afla sér fylgis innan stjórnsýslu Suður-Kóreu og meðal stjórnmálamanna og kaupsýslumanna en það er ekki auðsótt.

Sagt er að af þessum sökum fari tilboð forsetans frá varnarmálaráðyneyti Suður-Kóreu norður eftir en ekki frá skrifstofu forsetans.     

Nánar www.straitstimes.com  www.english.news.cn

frettastjori@hringbraut.is

Nýjast