Fjölkvæni, kostur ríka fólksins!

Það var engin tæpitunga töluð í Ritstjóraþætti gærkvöldsins þar sem Harmageddon-bræðurnir Frosti Logason og Máni Pétursson settust niður með Sigmundi Erni og ræddu helstu fréttamál líðandi stundar..

Eins og sjá má af líflegu spjalli þeirra kortir ekki umræðuefnin í þáttinn að þessu sinni, sjálfur stormurinn í vatnsglasinu er fyrstur til tals, stóra Gvendarbrunnarmálið sem Mogginn, eiginlega einn fjölmiða, gerði sér mikinn mat úr í blaði dagsins. Og talandi um vatn, spurt er líka í þættinum hvernig íslenskir kaupmenn hafi geð í sér að selja útlenskum túristum 750 millilítra af vatni á 550 krónur - græðgi, jú sennilega!

Þá berst talið að leiðtigakjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, en Frosti og Máni tóku óborganlegt viðtal við Viðar Gudjohnsen í þætti sínum á dögunum, en hann er einn fimmenninganna sem sækist eftir oddvitastöðu íhaldsins í borginni.  Þar talaði hann um að fjölkvæni væri kostur í samfélaginu; ríka fólkið ætti náttúrlega að eiga fleiri börn en það fátæka - en óneitanlega fannst þeim félögum, Frosta og Mána, áhugaverðara að tala um fjölkvæni en borgarlínu, hugsuðu þeir báðir, með Viðar karlinn fyrir framn sig!

Kvennabyltingin er einnig í umræðunni, hvað er áreitni og hvað ekki - og svo er talað um hefniklám í tilefni ákæru danskra lögregluyfirvalda á hendur 1005 ungmennum fyrir að dreifa óviðurkvæmilegu myndefni af unglingsstúlku.     

Ritstjórarnir eru frumsýndir öll þriðjudagskvöld klukkan 21:00. Þáttinn má einnig sjá inni á vefnum hringbraut.is, undir flipanum sjónvarp.