Fríverslun og brexit

Á Íslandi er nokkuð rætt um þau viðskiptatækifæri sem blasa við íslensku atvinnulífi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) og horfa menn þá til tvíhliða fríverslunarsamnings Íslands og Stóra-Bretlands.

Liam Fox er ráðherra viðskiptamála í ríkisstjórn Theresa May forsætisráðherra er nú á löngu ferðalagi um Norður-Ameríku til að ræða um gerð fríverslunarsamninga Stóra-Bretlands við Bandaríkin og Mexíkó.

Þá er utanríkisráðherra Boris Johnson á ferð um Asíu og Kyrrahaf sömu erinda og heimsækir hann Japan og Nýja-Sjáland og Ástralíu.  

Stjórnmálaskýrendur óska ráðherrunum Liam Fox og Boris Johnson velgengni í málaleitunum þeirra um gerð fríverslunarsamninga eftir Brexit við öll ríki sem Stóra-Bretland á stór eða smá viðskipti við.

Bandaríkin hafa í engu gefið eftir um þau skilyrði sem sett eru um ákvæði um óheft aðgengi bandarískrar búvöru og strangt regluverk um fjárfestingar svo fátt eitt sé nefnt.

Hæpið er að Bretum líki við þau skilyrði.

Rifja verður upp að ekkert miðar en þá í Brexit viðræðum Breta og ESB um útgöngu úr sambandinu.

Því verða Bretar um langan aldur bundnir af því ESB ákvæði að sambandið gerir fríverslunarsamninga en ekki einstök ESB ríki.

Engir fríverslunarsamningar verða gerðir milli Breta og annara þjóða fyrr en nokkru eftir útgöngu úr ESB.

Ef nokkur sinn i verður af þeirri útgöngu líða ár ef ekki áratugir þar til Bretar hafa lokið við tvíhliða fríverslunarsamninga við önnur ríki.

Um þetta skrifar Simon Kennedy stjórnmálaskýrandi fyrir Bloomberg fréttaveituna. 

Nánar www.bloomber.com

[email protected]