Frítt verði í strætó á gráum dögum

Frítt verði í strætó á gráum dögum

Mynd: Viljinn
Mynd: Viljinn

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í dag fram tillögu um aðgerðaáætlun í loftgæðamálum til að stemma stigu við því að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Meðal annars er lagt til að frítt verði í strætó á svokölluðum gráum dögum, en svo eru þeir dagar nefndir þegar loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Fréttablaðið greinir frá.

Svifryk hefur margsinnis farið yfir heilsuverndarmörk á þessu ári í Reykjavík, en borgarstjórn samþykkti tillögu þann 4. september síðastliðinn um að setja sér það markmið að magn svifryks fari ekki yfir þessi mörk.

Í tillögunni sem var lögð fram í dag beina borgarfulltrúarnir tilmælum til borgarbúa um að draga úr notkun nagladekkja innan borgarmarkanna. Auk þess er lagt til að skoða möguleika á takmörkunum á þungaflutningum með efni sem valda svifryksmengun á þeim dögum þegar mengunin fer yfir heilsuverndarmörk.

Nýjast