Friðarsúlan tendruð

Tólf ár eru frá því friðarsúlan okkar fallega var fyrst tendruð. 

Yoko Ono ekkja Johns Lennon lét reysa Friðarsúluna árið 2006 og ár hvert kveiknar á henni 9. október á afmælisdegi Johns og slökkt er á henni 8.desember á dánardegi hans. Friðarsúlan er merki friðar og á henni er ritað \"Hugsa sér frið\" á 24 tungumálum. Yoko valdi Ísland sem staðstningu útaf því að hér er enginn her og þykir landið einkar fallegt. 

\"Þessi stund er alltaf dásamleg\" segir Björg Jónsdóttir, einn af skipuleggjendum viðburðarins. Rúmlega 2000 manns fóru með Viðeyjarferjunni til þess að fylgjast með athöfninni þar sem hlíða mátti á undurfagran söng kórsins Graduale Nobili og við það myndaðist einstakt andrúmsloft friðsældar og lét enginn veðrið á sig fá.