Sjálftökukerfi sérfræðinga

Birgir Jakobsson landlæknir sagði í Þjóðbraut fyrir fáum vikum, að með samningi Sjúkratrygginga og sérfræðilækna megi segja að hér tíðkist sjálftökukerfi. Það er að sérfræðingar stjórni hversu mikið þeir vinni og hversu oft þeir kalla sjúklinga til sín. Og Sjúkratryggingar borgi.

Fréttatíminn hefur kafað í kerfið og birtir nú upplýsingar um eitt og annað. Sjá hér.

Birgir sagði að með þess háttar kerfi tíðkist of oft að læknar vinni óþarfa verk. Það er að þeir haldi sjúklingum of lengi, boði þá oft í viðtöl.

Þrátt fyrir að hlutfallslega séu margir sérfræðingar hér á landi sé oft erfitt, og stundum útilokað, að koma sjúklingum til sérfræðilækna. Þeir séu stundum og uppteknir af sömu sjúklingum í langan tíma.

Birgir sagði Íslendinga ekki verja minni peningum til heilbrigðismála en aðrir þjóðir. En leiða megi líkur að því að við nýtum peningana verr en aðrar þjóðir.