Frétt hringbrautar um breytingar á ríkisstjórninni veldur skjálfta

Mikil viðbrögð urðu við frétt Hringbrautar í vikunni um að mögulega gæti komið til þeirra breytinga á ríkisstjórninni að Vinstri græn færu út en Miðflokkur kæmi inn í ríkisstjórnina eftir fjölgun í þingflokki Miðflokksins.

Sumir viðmælendur fullyrtu að enginn fótur væri fyrir fréttinni en aðrir mátu stöðuna þannig að þessar breytingar gætu tekið lengri tíma en talið var samkvæmt fréttinni. Þá var nefnt að breytingar í ríkisstjórn færu fram fyrir páska. Líklegra þykir að ekki verði ráðist í breytingar fyrr en í mai eða júní þegar Alþingi fer í sumarleyfi.

Forsenda breytinganna er eftir sem áður sú að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gangi til liðs við Miðflokkinn. Unnið er áfram að sáttaferli milli Framsóknar og Miðflokks. Það gæti tekið tíma fram á vor.

Vegna mistaka fór pistillinn inn sem frétt og beðist er velvirðingar á þessu en hér er pistill Dagfara.