Norsk-franskur græningi

Eva Jolu (73 ára) býður sig fram fyrir norska stjórnmálaflokkinn MDG sem er Umhverfisflokkurinn-Grænir. Eva Joly vann á árum áður sem rannsóknadómari í Frakklandi og er hún nú þingmaður á Evrópuþinginu fyrir franska Græningja.

Hún vildi á sínum tíma hjálpa Íslendingum að fá eðlilega hlutdeild í arði alþjóða stórfyrirtækja sem starfa á Íslandi. Eva Joly varaði Íslendinga árið 2009 við stöðugum hagsmunárekstrum þingmanna í stjórnarandstöðunni á Íslandi og sagði samning Íslands við álfélagið Alcoa vera samning fyrir þróunarríki.

Í dönskum blaðaskrifum um Íslands var Eva Joly kölluð spillingarhausaveiðari sem stýrði veiðum á þeim sem báru ábyrgð á efnahagshruni Íslands. Danski fréttavefurinn Bussiness.dk skrifað nokkuð á þessum árum um Evu Joly og framvindu bankakrakkins á Íslandi.

Eva Joly taldi sig sjá styrksmun á ákværuvaldinu á Íslandi og hugsanlegum brotamönnum. Hún sagði að það krefðist reynslu að vita hvernig tekist er á við bankarannsóknir. Menn verða sagði Eva að vita hvar þeir eiga a leita og þeir þurfi að vita hvernig alþjóðleg fyrirtæki vinna. Líkast til taldi hún að Íslendingar myndu ekki valda því  verki 

Hinn 10.mars árið 2009 var Eva Joly þess vegna ráðin sem sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankakrakksins árið 2008. Hún gagnrýndi fámenni þess rannsóknarhóps sem rannasakaði bankakrakkið og sagði skort á íslenskum fagmönnum til að rannsaka bankakkrakkið.

Eva Joly starfaði sem ráðgjafi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðadóttur forsætisráðherra í átján mánuði en hætti svo snögglega til þess að einbeita sér að forsetaframboði sínu í Frakklandi.

Hún fékk 2,31% atkvæða í fyrri umferð svo hún yfirgaf flokk Græningja og bauð sig fram í seinni umferð kosninganna þá sem frambjóðandi sósíalista.

 

  

Nánar www.vg.no  

[email protected]