Réttmæt upprifjun

Samstarfshópur friðarhreyfinga minntist þess með kertafleytingum á Akureyri Ísafirði og Reykjavíkurtjörn að 72 eru liðin frá því kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí.

Við þetta tækifæri rifja erlendar fréttastofur upp útþenslustefnu Japan á síðustu öld og að árið 1931 gerðu Japanar innrás í Mansjúríu og árið 1937 í Kína. Þessi ofbeldissaga Japan mun flestum kunn í stórum dráttum.

Eftir árás Japana á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor á Hawaí eyjum í desember 1941 fór japanski herinn eins og logi yfir akur um alla Suðaustur-Asíu.

Hvað gekk úr skorðum í Japan? Hvers vegna reið yfir ógnaræði sem síðan leiddi til ósigurs Japana 1945?

Ekki er nokkur ástæða til að loka augunum fyrir ofbeldisaðgerðum Japan milli 1930 og 1945. Þetta rifja erlendar fréttastofur upp þegar þess er minnst að 72 eru frá kjarnorkusprengju árásunum.

 

 

Nánar www.voanews.com www.japantimes.co.jp  

[email protected]