Stutt stop á toppnum

Þingmaður Viðreisnar Pawel Bartoszek skrifar á vefsíðu sína um heildversluninan Costco sem byggir á félagaaðild eins og kaupfélögin og pöntunarfélögin og býður félagsmönnum Costco hágæða vöru og þjónustu á lægsta hugsanlega verði.

Pawel segir Costco hafa ímynd sem bjargvættur sem breytti því hvernig Íslendingar sjá sig sjálfa.  Allt sem Costco gerir er gott.  Allt sem gert er til að torvelda þessu fyrirtæki vinnu þess er slæmt og illa séð. 

Pawel kallar Costco óskabarn og hann rifjar upp að Costco er ekki fyrsta óskabarnið. 

Ætli það hafi ekki verið Eimskip skrifar Pawel.

Pawel rifjar upp að óskabörnin á hans lífstíð á Íslandi eru ein fimm talsins  -  Bónus  Decode  Kaupþing (og aðrir bankar)  CCP  Costco.

Bónus var Costco þess tíma.  Decode setti Litla Ísland á landakortið.  Kaupþing og aðrir bankar gáfu Íslendingum trú á eigin getu.  CCP gaf Íslendingum aftur trú á að þeir gætu gert eitthvað.  Costoc er fyrsta óskabanið sem er alfarið útlent. 

Auðvitað lögðu samkeppnisaðilar til atlögu gegn Costco og lögðu kostnað á nýjan samkeppnisaðila með hjálp eftirlitsstofnunar en þannig er það bara mjög oft.

Margir munu halda með Costco og leyfa Cosco ýmislegt. 

Pawel minnir á að viðbrögð aðdáenda Coscto hafi um margt minnt á að Sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði stöðvað hlutaveltu fyrir utan Melabúðina.

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar slær botninn í skrif sín með því að minna á að það er gaman að vera á toppnum.

Sagan kennir þó að á toppnum er þröngt setið og ekki pláss fyrir marga. Menn stoppa þar stutt.

Og ekki víst að allir líti þá sem þar sátu sömu augum þegar þeir loksins koma niður.

Nánar www.pawel.is

[email protected]