Frekar komugjald

Vill fresta hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna

Frekar komugjald

RÚV segir frá því að meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggi til að hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu verði frestað. RÚV segir að fjárlaganefnd hvetji til þess að kannaðir verði kostir þess að selja eignir ríkissjóðs á Keflavíkurflugvelli.

Kanna skuli hvort grundvöllur sé fyrir því að mannvirki á Keflavíkurflugvelli verði seld  - þar með talin Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Söluandvirði færi í samgönguframkvæmdir svo sem vegabætur á landsbyggðini og bætur á innanlandsflugvöllum.

Fjárlaganefnd Alþingis afgreiddi nýverið úr nefndinni ríkisfjármálaáætlun. Álitið verður birt seinna í dag á vef Alþingis. Nefndin gerir ekki tillögur um breytingar á tekjum og útfarþegagjöldum ríkissjóðs í áætluninni.

Í athugasemdum nefndarinnar er hins vegar lagt til að fjármunir verði færðir til. Nefndin leggur til að kannað verði að leggja komugjöld á farþega. Formaður nefndarinnar áréttar að þetta er ríkisfjármálaáætlun en ekki fjárlög.

Nefndin einskorði sig þess vegna við athugasemdir og ábendingar til ríkisstjórnarinnar til úrvinnslu við næstu fjárlagagerð og við gerð næstu fjármálaáætlunar.

Verði virðisuakskattur á ferðaþjónustuna hækkaður þýðir það að sextán milljarðar króna í ríkissjóð. Komugjöld myndu skila rúmum þremur milljörðum í ríkissjóð.

rtá

Nánar   www.ruv.is  www.mbl.is   www.althingi.is

Nýjast